Ábúendur Ásólfsskála.
Í dag búa hjónin Katrín Birna Viðarsdóttir og Sigurður Grétar Ottósson og Bjarni f.2003 yngstur fjögurra sona.
Synirnir eru:  Frímann Viðar f. 1985 býr í Stockholm / Sverge,
Ævar f. 1989, býr á Flúðum með Elmu Jóhannsdóttur þau eiga Birnu Eyfjörð f. 2017 og Baltasar Eyfjörð f.2019, Ævar vinnur hjá Flúðasveppum, hann á soninn Stíg f. 2012
Þorgeir f. 1993 forritari hjá Cyren, býr í  Reykjavík.

Aðalbúgreinin er mjólkurframleiðsla um 250,000 lítrar í mjólk eða um 47 kýr og kvígur í uppeldi. Sauðfé; 25 kindur, hundurinn á bænum heitir Mosi. Kornrækt hefur verið stunduð um árabil með ágætum árangri sem nýtist ekki síst til endurræktunar, grænfóður talsvert ræktað einnig.
Svo auðvitað er ferðaþjónusta sem hefur verið starfrækt frá 1990.
Að Ásólfsskála  búa einnig foreldrar Katrínar, Viðar Bjarnason og Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir þau keyptu jörðina 1964 og hófu búskap þar til núverandi ábúendur komu inní búskapinn 1989 í félagsbú með þeim. Árið 1998 seldu þau Katríni og Sigurði jörð, bústofn, vélar og húsakost.
 

Nafn fyrirtækis: Ferðaþjónustan Ásólfsskála    
Heimilisfang:     Ásólfsskála    
Póstnr./Staður:    861 Hvolsvöllur    
Símanúmer:    861-7489    
Netfang:    This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Opnunartími:  Opið allt árið.

Fjarlægð frá Hvolsvelli:  35 km    
Fjarlægð frá Reykjavík: 133 km
 

Annað:    Opinn landbúnaður að Ásólfsskála,  hægt að koma til að skoða landbúnaðinn og umhverfið með leiðsögn.